Forsíða |
Leiðakort |
Myndir |
Golf |
Afþreying |
Leiguverð |
Leiðakort |
Þetta kort sýnir akstursleiðina frá MCO flugvellinum í Orlando að húsinu. Það tekur u.þ.b. eina klukkustund og 40 mínútur að aka þessa leið. Það eru tveir flugvellir mun nær húsinu en það eru Sarasota/Bradenton International airport sem er einungis í 25 mínútna akstursfjarlægð frá húsinu og Tampa international airport sem er í 50 mínútna akstursfjarlægð frá húsinu. Þessa flugvelli er upplagt að nýta ef komið er t.d. frá Boston eða New York. |
Við Mexíkóflóann eru margar frábærar strendur. Smelltu á kortið hér að ofan til að skoða strandlengjuna nánar. Frá húsinu er fljótlegast að fara á Holmes beach í Bradenton. Það er ca. 30 mínútna keyrsla að fara á Siesta Key ströndina í Sarasota, sem ár eftir ár hefur verið valin besta strönd Norður Ameríku. Það tekur einnig um hálftíma að keyra á Ströndina í St. Petersburg. |
Raðhús á Flórída til leigu |